PGA: DeChambeau með nauma forystu

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau er með eins höggs forystu eftir tvo hringi á RBC Heritage mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni. 

DeChambeau er á 10 höggum undir pari eftir hringina tvo. Í dag var hann í miklu fuglastuði og fékk alls sjö fugla og einn örn.

Einn heitasti kylfingur heims um þessar mundir, Ian Poulter, er jafn Si Woo Kim í öðru sæti á 9 höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru þeir Chesson Hadley, Brandt Snedeker, Rory Sabbatini og Luke List.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í ágætum málum í 26. sæti mótsins en þarf á góðum hringjum að halda um helgina til þess að blanda sér almennilega í toppbaráttuna.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Viðtal við DeChambeau eftir annan hringinn má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is