PGA: DeChambeau kominn upp í 5. sæti stigalistans

Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau fór upp í 5. sæti stigalistans eftir sigurinn á Shriners Hospitals for Children Open sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni.

Sigur DeChambeau var hans fimmti á mótaröðinni og þá er hann sömuleiðis í 5. sæti heimslistans, geri aðrir betur.

Mótið um helgina var fyrsta mót DeChambeau á PGA mótaröðinni á tímabilinu en hann var hársbreidd frá því að vinna FedEx bikarinn á síðasta tímabili.

Xander Schauffele er sem fyrr í efsta sæti stigalistans en hann sigraði á HSBC Heimsmótinu í október.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista mótaraðarinnar.

1. Xander Schauffele
2. Kevin Tway
3. Brooks Koepka
4. Marc Leishman
5. Bryson DeChambeau
6. Gary Woodland
7. Patrick Cantlay
8. Cameron Champ

Ísak Jasonarson
isak@vf.is