PGA: DeChambeau færist nær fimmta sigrinum

Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Peter Uihlein eru jafnir í forystu eftir þrjá hringi á Shriners Hospitals for Children Open.

DeChambeau og Uihlein eru báðir á 16 höggum undir pari en sá fyrrnefndi kom inn á 6 höggum undir pari á þriðja hringnum. DeChambeau er í leit að sínum fimmta sigri á PGA mótaröðinni á rúmlega tveimur árum á meðan Uihlein hefur aldrei fagnað sigri.

Lucas Glover átti hring dagsins þegar hann kom inn á 10 höggum undir pari. Glover er í 3. sæti á 15 höggum undir pari í mótinu.

Jordan Spieth fór niður um 19 sæti milli hringja þegar hann lék þriðja hringinn á parinu. Hann er jafn í 27. sæti fyrir lokahringinn á 8 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is