PGA: Casey varði titilinn eftir spennandi lokadag

Það var mikil spenna á lokahring Valspar meistaramótsins sem lauk nú fyrir skömmu. Það var sigurvegari síðasta árs, Paul Casey, sem fagnaði sigri eftir mikla spennu.

Casey var í forystu fyrir daginn en um tíma á lokahringnum voru þeir Casey, Louis Ooosthuizen og Jason Kokrak jafnir á átta höggum undir pari. Casey komst þó í forystu eftir fugl á 14. holunni. Allir þrír fengu þeir einn skolla undir lokin og þýddi það að Casey endaði efstur á átta höggum undir pari.

Oosthuizen og Kokrak enduðu jafnir í öðru sæti á sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is