PGA: Casey fór holu í höggi

Englendingurinn Paul Casey fór holu í höggi á öðrum hring CJ Cup mótsins sem fer fram á PGA mótaröðinni um helgina.

Casey náði draumahögginu á 7. holu annars hringsins en þar áður hafði hann fengið sex pör í röð.

Eftir tvo hringi er Casey jafn í 30. sæti í mótinu á parinu í heildina.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is