PGA: Cantlay og Reed jafnir í forystu

Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay og Patrick Reed deila forystunni eftir fyrsta hringinn á Hero World Challenge mótinu sem fer fram á Bahama eyjum.

Reed og Cantlay léku báðir á 7 höggum undir pari og eru þremur höggum á undan næstu kylfingum.

Henrik Stenson og Dustin Johnson deila þriðja sætinu á 4 höggum undir pari.

Gestgjafi mótsins, Tiger Woods, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari en hann fékk tvö fugla á síðustu fjórum holunum eftir þrefaldan skolla á 12. holu þar sem hann vippaði meðal annars í vatn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is