PGA á Íslandi auglýsir eftir framkvæmdastjóra

PGA á íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf.

Framkvæmdastjóri PGA sér um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við PGA‘s of Europe. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðarstjórnun og hann er skólastjóri PGA skólans.

Viðburðastjórnun

Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar í færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri.

Helstu verkefni PGA á Íslandi eru:

  • Stelpugolf
  • PGA ProAM
  • PGA unglinga golf
  • Haustþing PGA
  • Skólastjóri PGA skólans

Skólastjóri PGA skólans ber ábyrgð á því að kennsluáætlun sé fylgt. Hann vinnur með skólanefnd PGA að framþróun kennsluáætlunar og kemur fram fyrir hönd PGA gagnvart Educational Committee PGA‘s of Europe.

Áhugasamir aðilar sendi inn umsóknir á pga@pga.is fyrir 15 september 2017.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is