Paul Casey upp um 31 sæti á FedEx listanum

Paul Casey sigraði á sínu fyrsta móti í tæp níu ár á sunnudaginn þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á Valspar Championship mótinu eftir frábæran hring upp á 65 högg.

Eftir mótið er Casey kominn í 12. sæti heimslistans. Það er ekki eini listinn sem hann færðist ofar á, því eftir sigurinn er Casey kominn í áttunda sæti FedEx listans. Hann var fyrir sigurinn í 38. sæti listans og fór hann því upp um 31 sæti. Hann er með 842 stig og er 731 stigi á eftir Justin Thomas sem enn er í efsta sætinu.

Tiger Woods tók stórt stökk eftir að hafa endað jafn í öðru sæti. Hann er kominn í 43. sætið, en var í 132. sæti fyrir helgina.

Staða efstu manna má sjá hér að neðan.