Patsy Hankins bikarinn: Lið Asíu hafði betur gegn Evrópu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var meðal keppenda í Patsy Hankins bikarnum sem fór fram dagana 8.-10. mars í Katar. Í Patsy Hanskins bikarnum keppti úrvalslið áhugamanna Evrópu við lið Asíu, ekki ósvipað og í Solheim Cup, nema í liði andstæðingsins eru kylfingar frá Asíu í stað Bandaríkjanna.

Eftir tvo daga var úrvalslið Asíu nú þegar búið að vinna mótið en leikar enduðu 23,5-8,5.

Guðrún Brá lék þrjá leiki í mótinu og tapaði þeim öllum. Í lokaleiknum lék hún tvímenningsleik gegn Du Mohan sem hafði betur á 18. holu, 1/0.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is