Hátíðarmatseðill Patrick Reed tilbúinn

Fyrsta risamót ársins, Masters mótið, hefst nú á fimmtudaginn og þar hefur Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed titil að verja. Líkt og undanfarin 66 ár þá mun Reed setja saman matseðil á hátíðarkvöldverði sem haldin er á þriðjudegi (í kvöld) vikuna sem mótið hefst. 

Í kvöldverðinum eru saman komnir fyrrum sigurvegarar og eins og gefur að skilja verða þar margir af bestu kylfingum sögunnar.

Reed hefur nú tilkynnt hvað hann ætlar að bjóða upp á og má segja að máltíðin verði eflaust í þyngri kantinum.

Matseðillinn verður eftirfarandi:

Framhryggsvöðvi með beini í (e. bone-in ribeye)
Makkarónur og ostur (e. mac and cheese)
Rjómalagaður maís (e. creamed corn)
Rjómalagað spínat (e. creamed spinach)

Ljóst er að Reed er mjög hrifinn af þessum réttum en hann sagðist getað borðað þetta í öll mál.

„Ég gæti borðað framhryggsvöðva í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Sama með makkarónurnar og ostinn.“

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is