Paisley og Saddier í forystu eftir tvo hringi í Suður-Afríku

Englendingurinn Chris Paisley og Frakkinn Adrien Saddier eru með fjögurra högga forystu á næstu menn þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti ársins á Evrópumótaröðinni, BMW SA Open.

Paisley og Saddier eru báðir á 13 höggum undir pari eftir tvo hringi en næstu menn eru á 9 höggum undir pari.

Branden Grace, sem leiddi eftir fyrsta daginn, náði ekki að halda í við Paisley og Saddier en hann er á 8 höggum undir pari í 4. sæti mótsins.

Athygli vekur að risameistarinn Retief Goosen er í toppbaráttunni að tveimur hringjum loknum á 8 höggum undir pari. Goosen sigraði síðast á Evrópumótaröðinni árið 2007.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is