Ólafía Þórunn: Öðruvísi að vera hluti af liði

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er meðal keppenda á Queens mótinu í Japan dagana 1.-3. desember næstkomandi.

Ólafía Þórunn er hluti af góðu liði Evrópu en aðrir keppenur eru Gwladys Nocera, Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson, Joanna Klatten, Holly Clyburn og Carly Booth.

Lið Evrópu mætir úrvalsliðum frá Japan, Kóreu og Ástralíu í mótinu sem fer fram í þriðja skiptið. Japanska liðið hafði betur árið 2015 og það kóreska sigraði í fyrra.

Í viðtali við Evrópumótaröðina sagði Ólafía að það væri skemmtilegt og öðruvísi að vera hluti af liði. 

„Ég hef ekki verið hluti af alþjóðlegu liði ári en síðast þegar ég var hluti af liði þá keppti ég fyrir Íslands hönd í Japan árið 2014 á heimsmóti áhugamanna. Japan er eitt af mínum uppáhalds löndum.

Maturinn er frábær, fólkið er gott og heiðarlegt og mótið er skemmtilegt,“ sagði Ólafía og bætti við. „Ég held að þetta verði gaman, sérstaklega þar sem við erum vanar því að keppa á móti hvor annarri en nú erum við hluti af einu liði. Við erum alltaf vinkonur en þetta gerir okkur enn nánari.“


Lið Evrópu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is