Ólafía Þórunn meðal keppenda á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba verður leikið dagana 11. – 13. ágúst næstkomandi. Keppni í karlaflokki mun fara fram í Kiðjabergi en keppni í kvennaflokki verður leikin hjá Golfklúbbnum Leyni, Akranesi.

Karla- og kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur voru tilkynnt á dögunum en þau eru bæði gríðarlega sterk. Athygli vekur að þrír atvinnukylfingar eru í liðunum en það eru þeir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem leika á Nordic Golf mótaröðinni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem leikur eins og flestir vita á LPGA mótaröðinni í golfi.

Lið Golfklúbbs Reykjavíkur 2017 verða þannig skipuð:

Karlar

Andri Þór Björnsson
Dagbjartur Sigurbrandsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Hákon Örn Magnússon
Ingvar Andri Magnússon
Jóhannes Guðmundsson
Stefán Már Stefánsson
Viktor Ingi Einarsson
Haraldur Heimisson – liðsstjóri

Konur

Ásdís Valtýsdóttir
Berglind Björnsdóttir
Eva Karen Björnsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir

Ísak Jasonarson
isak@vf.is