Ólafía Þórunn með flottan hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék vel á fyrsta hring Meijer LPGA Classic mótsins sem hófst í dag. Hún lék hringinn á 69 höggum og er jöfn í 21. sæti eftir daginn.

Ólafía hóf leik á 10. holu og byrjaði á að tapa höggi á annarri holu dagsins sem var par 5 hola. Eftir það sýndi hún aftur á móti lítil veikleika merki. Hún fékk tvo fugla áður en hún kláraði fyrstu níu holurnar.

Á þeim síðari hélt hún áfram að leika vel og var samtals á einu höggi undir pari þegar á áttundu holuna var komið. Þá gerði hún sér lítið fyrir og fékk örn en holan er par 5 hola og var því komin þrjú högg undir par.

Hún er því eftir daginn á þremur höggum undir pari og jöfn í 21. sæti. Efstu konur eru á átta höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.