Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 15:28

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á Hugel-JTBC Open mótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið er leikið á Wilshire vellinum, en hann er staðsettur í Los Angeles.

Hún hefur leik á fyrstu holu á morgun og leikur með vinkonu sinni frá Þýskalandi, Söndru Gal. Gal mætti einmitt til Íslands síðasta sumar til að taka þátt í Góðgerðarmóti Ólafíu Þórunnar og KPMG. Þriðja stelpan í ráshópnum er hin bandaríska Katie Burnett.

Kylfingur mun fylgjast með gangi mála og flytja fregnir af gengi okkar stelpu. Hægt er að fylgjast með stöðunni hérna.