Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 12:41 að íslenskum tíma á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á morgun á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. Mótið fer fram í Oneida í Wisconsin fylki og verður leikið á Thornberry Creek vellinum.

Hún hefur leik klukkan 7:41 að staðartíma sem er 12:41 að íslenskum tíma og hefur hún leik á fyrstu braut. Hún er í holli með þeim Allison Emrey og Mina Harigae.

Síðasta mót Ólafíu var nú um síðastliðna helgi er hún lék í KPMG PGA kvennameistaramótinu. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn og er eftir helgina í 128. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Það væri því óskandi fyrir Ólafíu að hún næði góðum úrslitum í þessu móti til að koma sér ofar á stigalistanum en aðeins 80 efstu halda þátttökurétti sínum á næsta ári.

Hérna verður hægt að fylgjast með mótinu.