Ólafía Þórunn hefur leik í nótt í Suður-Kóreu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik á LPGA KEB Hana Bank mótinu í nótt. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda.

Ólafía Þórunn fer af stað klukkan 9:51 að staðartíma eða 00:51 að íslenskum tíma og leikur með Marina Alex og Min-Ji Park í holli.

Mótið í Suður-Kóreu er 22. mótið hjá Ólafíu Þórunni á LPGA mótaröðinni til þessa. Hún er í 70. sæti peningalistans og því örugg með sæti á mótaröðinni á næsta ári.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is