Ólafía Þórunn hefur leik í kvöld

KIA Classic mótið á LPGA mótaröðinni hefst í dag og er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á meðal þátttakenda. Mótið er leikið á La Costa Resort and Spa vellinum í Kaliforníu.

Ólafía hefur leik klukkann 13:28 að staðartíma, sem er 20:28 á íslenskum tíma. Hún hefur leik á fyrstu holu og er í holli með þeim Laetitia Beck og Jeong Eun Lee.

Fyrir mótið er Ólafía í 87. sætinu á stigalista LPGA mótaraðarinnar, en hún hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur mótum.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna, en kylfingur.is mun svo flytja fregnir af gangi mála.