Ólafía Þórunn hefur leik í hádeginu á morgun

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA Volvik Championship mótinu. Mótið fer fram í Michigan fylki í Bandaríkjunum og er leikið á Travis Pointe vellinum.

Með Ólafíu í holli eru þær Dani Holmqvist frá Svíþjóð og Candie Kung frá Tavían. Þær hefja leik klukkan 9:05 að staðartíma, sem er 13:05 að íslenskum tíma, og byrja þær á fyrstu holu.

Í fyrra lék Ólafía á samtals þremur höggum undir pari og endaði hún jöfn í 56. sæti. Líkt og í fyrra kom Ólafía inn í þetta mót hafandi spilað ekki nógu vel síðustu vikur. Aftur á móti þá hefur leikur hennar sýnt mikil batamerki síðustu hringi og aðeins vantað lítið upp á að ná niðurskurðinum. Það er því vonandi að hún nái að sýna sitt rétta andlit og spila vel í þessu móti.