Ólafía Þórunn fór ekki vel af stað

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á Hugel-JTBC LA Open mótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Hún fór ekki vel af stað og lék fyrsta hringinn á 75 höggum.

Ólafía hóf leik á fyrstu holu í dag og byrjaði daginn afleitlega. Á fyrstu sjö holunum fékk hún aðeins tvö pör, en fékk aftur á móti fjóra skolla og einn tvöfaldan skoll. Hún náði aðeins að klóra í bakkann áður en fyrri níu holunum lauk með fugli á níundu.

Síðari níu holurnar lék hún  nokkuð vel, en á þeim tapaði hún ekki neinu höggi. Hún fékk einn fugl og restina pör. Hringinn lék hún því á fjórum höggum yfir pari, eða 75 höggum. Þegar þetta er skrifað er Ólafía jöfn í 101. sæti, en margar eiga enn eftir að ljúka leik.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.