Ólafía Þórunn á parinu eftir fyrsta hringinn á Kingsmill Championship

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék vel á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins.

Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum.

Ólafía lék mjög vel á fyrri níu, fékk tvo fugla og tapaði ekki höggi. Á seinni níu var hún svo á parinu þangað til hún fékk tvöfaldan skolla á 16. holu og kom inn á 37 höggum.


Skorkort Ólafíu.

Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Enn eru kylfingar úti á velli og því getur staðan breyst eitthvað.

Eftir tvo hringi í mótinu verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að leika vel á föstudaginn ætli hún sér að komast áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is