Ólafía Þórunn búin með fyrsta hringinn á Symetra mótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék í dag fyrsta hringinn á SkyIgolf Championship mótinu á Symetra mótaröðinni á parinu eða 72 höggum. Fyrir vikið er hún jöfn í 32. sæti af 131 keppanda í mótinu.

Mótið er það fyrsta á tímabilinu á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð Bandaríkjanna á eftir LPGA mótaröðinni.

Á hringnum fékk Ólafía alls tvo skolla og tvo fugla en hún endaði hringinn á fugli á síðustu holu dagsins.


Skorkort Ólafíu.

Efstu kylfingarnir í mótinu eru á 5 höggum undir pari en það eru þær Jessy Tang, Jillian Hollis og Lauren Kim, allar frá Bandaríkjunum.

Alls eru leiknir fjórir hringir í mótinu og er skorið niður eftir tvo hringi. Að tveimur hringjum loknum komast um 70 efstu kylfingarnir áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is