Ólafía lék lokahringinn á 71 höggi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Ladies Classic Bonville mótinu á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Hún endaði því mótið á parinu og varð jöfn í 14. sæti.

Ólafía lék virkilega stöðugt golf í dag og fékk á hringnum þrjá fugla, tvo skolla og restina pör. Fuglarnir komu á holum 7, 11 og 18 á meðan skollarnir komu á holum 8 og 16. Það verður að teljast frábær árangur hjá Ólafíu að hafa endað í 14. sæti miðað við að fyrsta hringinn lék hún á 80 höggum.

Hún spýtti heldur betur í lófana eftir þessa slæmu byrjun, því síðustu þrjá hringina lék hún á samtals átta höggum undir pari. Hún átti meðal annars besta hring mótsins í gær þegar hún kom í hús á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Sjá einnig:

Valdís Þóra endaði ein í þriðja sæti