Ólafía lék á parinu en komst ekki áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 72 höggum á öðrum hring Thornberry Creek LPGA Classic mótsins sem leikinn var í dag. Hún er samtals á þremur höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina og því ljóst að hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Fyrir daginn var Ólafía á þremur höggum undir pari og miðaðist niðurskurðurinn við þá kylfinga sem voru á þremur höggum undir pari og betra. Á hringnum í dag fékk Ólafía þrjá fugla, þrjá skolla og restina pör og kom því í hús á pari vallar.

Eins og áður sagði er hún samtals á þremur höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina, jöfn í 80. sæti. Það eru þeir kylfingar sem eru á fjórum höggum undir pari og betur sem komast áfram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.