Ólafía leikur næst í Ohio fylki

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er meðal keppenda á næsta móti á LPGA mótaröðinni, Marathon Classic mótinu, sem fer fram dagana 12.-15. júlí í Sylvania í Ohio fylki Bandaríkjanna.

Mótið er það 17. í röðinni hjá Ólafíu og kemur nú strax í kjölfarið á þremur mótum í röð. 

Í fyrra tók Ólafía þátt í þessu sama móti og komst þá í gegnum niðurskurðinn að tveimur hringjum loknum. Ólafía lék samtals á 4 höggum pari og endaði í 45. sæti. Fyrir það fékk hún 6.206 dollara.

Í ár er Ólafía í 132. sæti á stigalistanum og þarf því á góðum árangri að halda í næstu mótum til þess að halda keppnisrétti sínum á þessari sterkustu mótaröð heims en aðeins 80 efstu halda þátttökurétti sínum á næsta ári.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is