Ólafía leikur með Dimmock í lokaumferðinni

Lið Evrópu leikur um þriðja sætið í Queens bikarnum sem fer fram í Japan. Mótið hófst á föstudaginn og lýkur í nótt. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hluti af úrvalsliðinu í fyrsta skiptið en liðið leikur gegn liði Ástralíu í nótt. Suður-Kórea og heimakonur í Japan leika til sigurs.

Ólafía Þórunn hefur tapað báðum leikjunum sínum hingað til en hún leikur með Annabel Dimmock í lokaumferðinni. Leikinn er fjórmenningur og mæta þær Hannah Green og Whitney Hillier úr liði Ástralíu.

Síðasta umferðin er leikin í nótt. Hér er hægt að sjá úrslit allra leikja og fylgjast með gangi mála.

1. leikur:
Stacey Peters og Katherine Kirk V. Gwladys Nocera og Carly Booth

2. leikur:
Hannah Green og Whitney Hillier V. Annabel Dimmock og Olafia Kristinsdottir

3. leikur:
Rachel Hetherington og Karrie Webb V. Florentyna Parker og Lee-Anne Pace

4. leikur:
Sarah Jane Smith og Sarah Kemp V. Felicity Johnson og Holly Clyburn

Ísak Jasonarson
isak@vf.is