Ólafía leikur með Carly Booth í fyrstu umferð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu sem valið var til að keppa í Queens bikarnum sem hefst í kvöld í Japan. Ólafía er í hópi níu kylfinga sem eru á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar en alls eru fjögur úrvalslið sem keppa á þessu móti.

Búið er að raða keppendum upp fyrir fyrstu umferðina og verður Ólafía með Carly Booth í fjórboltanum. Saman leika þær gegn Seon Woo Bae og Jeong Eun Lee sem báðar eru frá Suður-Kóreu.

Hér fyrir neðan má sjá leiki fyrstu umferðarinnar

9:00 – Ritsuko Ryu and Lala Anai (KLPGA) v. Holly Clyburn and Florentyna Parker (LET)

9:12 – Karrie Webb and Hannah Green (ALPG) v. Ji-Hyun Oh and Jin-Young Ko (KLPGA)

9:24 – Felicity Johnson and Lee-Anne Pace (LET) v. Stacey Peters and Cathryn Bristow (ALPG)

9:36 – Ha-Neul Kim and Ji Hyun Kim (KLPA) v. Misuzu Narita and Mamiko Higo (JLPGA)

9:48 – Yukari Nishiyama and Momoko Ueda (JLPGA) v. Sarah Jane Smith and Sarah Kemp (ALPG)

10:00 – Carly Booth and Olafia Kristinsdottir (LET) v. Seon-Woo Bae and Jeong-Eun Lee (KLPGA)

10:12 – Hae-Rym Kim and Ji-Hyun Kim (KLPGA) v. Mel Reid and Annabel Dimmock (LET)

10:24 – Katherine Kirk and Whitney Hillier (ALPG) v. Ai Suzuki and Fumika Kawagishi (JLPGA)

Hér verður hægt að fylgjast með mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is