Ólafía í eldlínunni á Spáni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hefur í dag leik á Estrella Damm Open mótinu sem er hluti af LET mótaröðinni.

Ólafía fer af stað klukkan 13:33 að staðartíma eða klukkan 11:33 að íslenskum tíma. Hún verður í holli með þeim Meghan Maclaren og Liz Young fyrstu tvo dagana.

Maclaren sigraði á NSW Open mótinu fyrr á tímabilinu og er í 22. sæti stigalistans.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is