Ólafía bætti sig um átta högg

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, bætti sig um átta högg milli hringja á Lotte Championship mótinu, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Hringinn lék hún á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Ólafía hóf leik á fyrstu holu og fyrstu níu holurnar lék hún á pari, þar sem að hún fékk níu pör. Síðari níu holurnar byrjaði hún á því að fá fugl og var hún á einu höggi undir pari þegar fimm holur voru eftir. Það komu aftur á móti tveir skollar á síðustu fimm holunum og lauk hún því leik á einu höggi yfir pari.

Eftir hringina tvo er Ólafía á samtals 10 höggum yfir pari, en hún lék á 81 höggi í gær. Hún endaði mótið jöfn í 136. sæti og því ljóst að hún kemst ekki áfram.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.