Ólafía Þórunn bætist í hóp frábærra kylfinga í einvíginu á Nesinu

Eins og kylfingur greindi frá á dögunum verður Einvígið á Nesinu (shoot-out) haldið á Nesvellinum á mánudaginn.

Það er nú ljóst að okkar fremstu atvinnukylfingarnir í kvennaflokki, þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir verða báðar á meðal þátttakenda.  

Gera má því ráð fyrir frábærri skemmtun á Nesvellinum þegar 11 af bestu kylfingum landsins etja kappi til styrktar vinaliðaverkefninu sem leggur áherslu á að stöðva einelti í skólum.

Einvígið sjálft hefst kl. 13.00 og eru að sjálfsögðu allir velkomnir á Nesvöllinn.

Þátttakendur verða eftirfarandi:

Birgir Björn Magnússon, GK - Klúbbmeistari GK 2017
Björgvin Sigurbergsson, GK - Margfaldur Íslandsmeistari í golfi
Björgvin Þorsteinsson, GA - Íslandsmeistari 35 ára og eldri 2017
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS - Klúbbmeistari GS 2017
Ingvar Andri Magnússon, GR - Íslandsmeistari 17-18 ára 2017
Kristján Þór Einarsson, GM - Klúbbmeistari GM 2017
Oddur Óli Jónasson, NK - Klúbbmeistari NK 2017 og sigurvegari Einvígisins 2016
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - atvinnukylfingur
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR - Landsliðskona og meðlimur í TEAM ICELAND
Úlfar Jónsson, GKG - Margfaldur Íslandsmeistari í golfi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL - Íslandsmeistari 2017 og atvinnukylfingur
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - Íslandsmeistari 2016 og atvinnukylfingur

Ísak Jasonarson
isak@vf.is