Nýir rauðir teigar gera Leirdalinn auðveldari

Ný teigasett verða búin til í vetur á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, tvö á 7. braut (blár og rauður teigur) og eitt á 16. braut.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá staðsetningu bláa og rauða teigsins á 7. braut. Báðir teigarnir verða hinum megin við vatnsfarveginn og sá rauði hægra megin við byrjun brautar. Það eru eingöngu 16 metrar frá teignum inn á braut og styttist holan um 56 metra og verður 400 metrar í stað 456 metra.

Á 16. braut verður mótað stæði fyrir nýjan rauðan teig neðst í brekkunni. Brautin styttist með þeim hætti um 30 metra á rauðum teig og verður rétt rúmir 400 metrar í stað 426 metra. Á heimasíðu GKG kemur eftirfarandi fram:

„Til að kylfingar átti sig betur á breytingunum, þá verða 160 metrar að brúnni í stað 190 metra. Þeir sem eru upp við brúnna þurfa að slá bolta á flugi um 100 metra til að komast yfir jörfann. Þessi breyting mun því gera það að verkum að mun fleiri kylfingar eiga möguleika á að komast inn á flöt á þremur höggum.“

Ofangreindar breytingar eru teiknaðar af Snorra Vilhjálmssyni og eru hluti af þeirri framtíðarsýn sem GKG vinnur að samkvæmt skýrslunni „Framtíðarskipulag – Leirdalur, nóvember 2015“.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is