Nordic Golf: Strákarnir hefja leik á morgun

Á morgun hefst TanumStrand Fjallbacka Open mótið en það er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Tveir íslendingar verða með að þessu sinni, þeir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Það er Andri sem ríður á vaðið en hann á út klukkan 8:00 að staðartíma, sem er 6:00 að íslenskum tíma. Með honum í holli eru Svíarnir Rickard Wallin og Samuel Eriksson.

Guðmundur hefur leik klukkan 10:30 (8:30). Með honum í holli eru Tidén Albin og Daniel Jennevret. Allir kylfingar hefja leik á fyrsta teig.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hérna.


Andri Þór Björnsson.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is