Nordic Golf: Misjafnt gengi strákanna

Fjórir íslenskir kylfingar hófu í dag leik á PGA Catalunya Resort Championship mótinu sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Kylfingarnir eru þeir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.

Eins og greint var frá fyrr í dag lék Guðmundur Ágúst fyrsta hringinn á 68 höggum en lesa má nánar um það hérna.

Andri Þór lék á Tour vellinum í dag og kom hann í hús á 73 höggum, eða þremur höggum yfir pari. Hann fékk fjóra fugla, einn skolla og restina pör á hringnum í dag. Eftir daginn er Andri jafn í 64. sæti.

Haraldur Franklín lék einnig á Tour vellinum. Hann var höggi verri en Andri en á hringnum fékk hann tvo fugla, fjóra skolla, einn skramba og restina pör. Haraldur er jafn í 75. sæti.

Axel var sá eini sem lék á Stadium vellinum og kom hann í hús á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Á hringnum fékk hann sex skolla og restina pör og er hann jafn í 98. sæti eftir daginn.

Þeir þurfa því allir að eiga góðan dag á morgun ætli þeir sér áfram en eftir daginn miðast niðurskurðurinn við þá kylfinga sem eru á einu höggi yfir pari og betur.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.