Nordic Golf: Haraldur lék lokahringinn á 69 höggum

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, lék í dag lokahringinn á Camfil Nordic Championship mótinu á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 

Haraldur Franklín fór fyrir vikið upp um 7 sæti og mun að öllum líkindum enda jafn í 20. sæti á 4 höggum undir pari í heildina.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson tóku einnig þátt í mótinu en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@√f.is