Nordic Golf: Haraldur Franklín komst áfram

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús (GR) komst í dag í gegnum niðurskurðinn á PGA Catalunya Resort meistaramótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Skorið var niður eftir tvo hringi en Haraldur var alveg við niðurskurðarlínuna á parinu í heildina. Leikið er á sömu golfvöllum að þessu sinni og í síðasta móti en það eru Tour og Stadium vellirnir á PGA Catalunya svæðinu.

Haraldur verður því með á morgun, þriðjudag, þegar lokahringur mótsins fer fram.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson komust ekki í gegnum niðurskurðinn í mótinu. Guðmundur lék samtals á tveimur höggum yfir pari en Andri á 9 höggum yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is