Nordic Golf: Guðmundur lék lokahringinn á 2 höggum undir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék í dag lokahringinn á PGA Catalunya Resort Championship mótinu á 2 höggum undir pari. Með hringnum fer hann upp um nokkur sæti en þó eiga nokkrir kylfingar eftir að ljúka leik í mótinu.

Guðmundur Ágúst, sem sigraði á fyrsta móti tímabilsins á Nordic Golf mótaröðinni, er jafn í 10. sæti á 3 höggum undir pari í heildina. Á lokahringnum fékk hann fjóra fugla og tvo skolla og kom inn á 70 höggum á Stadium vellinum á PGA Catalunya svæðinu í Barselóna.


Skorkort Guðmundar.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Auk Guðmundar kepptu þeir Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson í mótin en komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is