Nordic Golf: Guðmundur komst áfram í Noregi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Gamle Fredrikstad Open mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Guðmundur hefur leikið fyrstu tvo hringi mótsins á 2 höggum yfir pari og er jafn í 27. sæti þegar nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á öðrum hringnum. Niðurskurðurinn miðast við 45 efstu kylfingana að loknum tveimur hringjum og því er Guðmundur nánast öruggur áfram.

Guðmundur er einn þriggja íslenskra kylfinga sem hófu leik í mótinu en auk hans léku Íslandsmeistararnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson fyrstu tvo hringina. Haraldur Franklín lék samtals á +6 (80,70) og er að öllum líkindum úr leik og Ólafur Björn +7 (80,71) og er sömuleiðis úr leik.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, fimmtudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is