Nordic Golf: Guðmundur frábær á lokahringnum í Noregi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk í dag leik á Gamle Fredrikstad Open mótinu sem fram fór á Nordic Golf mótaröðinni. Lokahringinn lék hann á 68 höggum og fór við það upp um 17 sæti.

Hann hóf leik á 11. holu í dag og var kominn tvö högg yfir par eftir þrjár holur. Þá kom frábær kafli hjá Guðmundi þar sem hann fékk sex fugla á 10 holum. Restina af holunum lék hann svo á pari og kom hann því í hús á fjórum höggum undir pari.

Mótið endaði Guðmundur á samtals tveimur höggum undir pari og varð hann jafn í 16. sæti. 

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.