Nordic Golf: Guðmundur endaði í 4. sæti í Svíþjóð

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson endaði í 4. sæti á OnePartnerGroup Open mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni í Svíþjóð. 

Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringi mótsins á 8 höggum undir pari en þriðja hringnum var aflýst vegna veðurs. Því taldi skor fyrstu tveggja daganna og 4. sæti niðurstaðan hjá Guðmundi.

Fyrir mótið var Guðmundur í 27. sæti stigalistans á Nordic Golf mótaröðinni eftir flottan árangur á tímabilinu. Hann fer líklega upp um nokkur sæti eftir mót helgarinnar þar sem þetta var hans besti árangur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is