Nordic Golf: Guðmundur Ágúst komst áfram í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Mediter Real Estate Masters sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni. Leikið er í Barselóna á PGA Catalunya svæðinu.

Guðmundur Ágúst hefur leikið fyrstu tvo hringi mótsins á parinu og er í 38. sæti fyrir lokahringinn. 

Auk Guðmundar voru þeir Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús meðal keppenda í mótinu. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Andri Þór lék hringina tvo á 2 höggum yfir pari og var einungis höggi frá því að komast áfram en Haraldur lék samtals á fjórum höggum yfir pari.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, fimmtudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Andri Þór Björnsson.


Haraldur Franklín Magnús.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is