Nordic Golf: Guðmundur Ágúst í 28. sæti á stigalistanum

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er efstur á stigalistanum á Nordic Golf af íslensku kylfingunum sem leika á mótaröðinni.

Guðmundur Ágúst, sem endaði í 15. sæti á móti helgarinnar, er í 28. sæti en hann hefur leikið á 10 mótum á tímabilinu. Eftir rólega byrjun hefur hann nú endað í einu af 15 efstu sætunum í fjórum mótum í röð og hefur verið að spila virkilega stöðugt golf.

Auk Guðmundar hafa þeir Haraldur Franklín Magnús (65. sæti), Axel Bóasson (92), Andri Þór Björnsson og Ólafur Björn Loftsson (167) allir leikið á mótaröðinni á tímabilinu.

Næsta mót á Nordic Golf mótaröðinni fer fram dagana 13.-14. júní. Þar eru þeir Guðmundur og Haraldur skráðir til leiks.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalista mótaraðarinnar.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is