Nordic Golf: Axel undir pari á fyrsta hring

Íslensku kylfingarnir Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús hófu leik í dag á Willis Tower Watson Masters mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni.

Axel Bóasson lék best af íslensku kylfingunum en hann er jafn í 12. sæti að loknum fyrsta degi samtals á tveimur höggum undir pari.

Andri Þór lék fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari og er jafn í 86. sæti og Haraldur Franklín á +4 í 107. sæti. Andri og Haraldur þurfa að leika vel á morgun til þess að komast áfram en alls komasta 45 efstu kylfingarnir í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is