Nordic Golf: Axel og Haraldur báðir í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús komust báðir í gegnum niðurskurðinn á Isaberg Open mótinu sem fer fram á Nordic Golf mótaröðinni í Svíþjóð. 45 efstu kylfingarnir komust áfram eftir tvo hringi og komust stákarnir báðir nokkuð örugglega í gegn.

Haraldur Franklín er í 14. sæti fyrir lokahringinn á tveimur höggum undir pari í heildina. Hann hefur leikið báða hringina á höggi undir pari og er einungis fimm höggum á eftir efsta manni.

Axel Bóasson lék annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á einu höggi yfir pari í mótinu, jafn í 35. sæti.

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is