Nordic Golf: Axel komst í gegnum niðurskurðinn á Spáni

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, komst í dag í gegnum niðurskurðinn á fjórða móti ársins á Nordic Golf mótaröðinni, Hills Open, sem fer fram á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Axel lék fyrstu tvo hringina í mótinu á 3 höggum undir pari í heildina sem dugði honum til þess að komast nokkuð örugglega áfram. Á hring dagsins var Íslandsmeistarinn á tímabili kominn 6 högg undir par en þrír skollar á seinni níu komu honum aftur niður á þrjú högg undir par.

Axel er jafn í 28. sæti fyrir lokahringinn, 9 höggum á eftir efsta manni.

Haraldur Franklín Magnús, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson voru einnig meðal keppenda í mótinu en komust ekki áfram í gegnum niðurskurðinn. Haraldur Franklín var einungis höggi frá því að komast áfram en hann lék hringina tvo samtals á höggi undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is