Nordic Golf: Axel endaði í 21. sæti, Haraldur í 32. sæti

Lokahringur Isaberg Open mótsins fór fram í dag. Tveir Íslendingar voru meðal keppenda en það voru þeir Axel Bóasson (GK) og Haraldur Franklín Magnús (GR). Leikið var á Isaberg golfvellinum í Svíþjóð.

Axel Bóasson lék lokahringinn á höggi undir pari og kláraði mótið á parinu í heildina. Hann lék hringina þrjá á 71, 74 og 71 höggi. Skorið skilaði honum í 21. sæti.

Haraldur Franklín náði sér ekki á strik á lokahringnum og lék á 5 höggum yfir pari. Hann kláraði mótið á 3 höggum yfir pari í heildina og endaði í 31. sæti.

Eftir mótið sitja íslensku strákarnir í sömu sætunum á stigalistanum, Axel er enn í öðru sæti og Haraldur í því fjórða en tímabilið er meira en hálfnað.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is