Nordic Golf: Axel endaði í 14. sæti á Hills Open

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson, GK, endaði í dag í 14. sæti á Hills Open mótinu sem fór fram á Nordic Golf mótaröðinni dagana 1.-3. mars. Leikið var á Hills og Lakes golfvöllunum á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Axel lék hringina þrjá samtals á 5 höggum undir pari og fór upp um nokkur sæti á lokahringnum þegar hann lék á tveimur höggum undir pari.

Kristian Krogh stóð uppi sem sigurvegari í mótinu en hann spilaði á 16 höggum undir pari.

Íslensku kylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Haraldur Franklín Magnús tóku einnig þátt í Hills Open mótinu en komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is