Nordic Golf: Andri Þór jafn í 26. sæti eftir fyrsta hring

Fyrsti hringur á Tinderbox Charity Challenge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf mótaröðinni, var leikinn í dag. Þrír íslendingar eru á meðal keppenda, þeir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafur Björn Loftsson. Guðmundur og Ólafur luku leik fyrr í dag og nánar má lesa um hringi þeirra hér.

Andri Þór hóf leik á 1. holu og fékk tvo fugla, einn skolla og 7 pör á fyrri 9 holunum. Hann fékk svo tvöfaldan skolla á 10. holu en bætti við tveimur fuglum og einum skolla á síðustu 8 holunum og lauk því leik á parinu.

Eftir fyrsta hring er Andri því jafn í 26. sæti en efstu menn eru á fjórum höggum undir pari.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.