Nordic Golf: Andri, Guðmundur og Haraldur allir um miðjan hóp

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hófu í dag leik á móti vikunnar á Nordic Golf mótaröðinni, Camfil Nordic Championship. Íslensku kylfingarnir eru allir um miðjan hóp að fyrsta hring loknum.

Guðmundur Ágúst fór best af stað en hann lék á höggi yfir pari og er jafn í 51. sæti af 156 kylfingum. Guðmundur fékk alls þrjá fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Andri Þór og Haraldur Franklín léku báðir á 2 höggum yfir pari og eru jafnir í 65. sæti. Líkt og flestir vita er Haraldur kominn með þátttökurétt á Opna mótinu en hann tryggði sér þátttökurétt á mótinu með flottum árangri á mánudaginn. Nánar má lesa um það hér og hér.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is