Nike semur við sterka kylfinga

Englendingurinn Lee Westwood er meðal sex kylfinga sem sömdu við Nike á dögunum og munu spila í fatnaði frá íþróttafyrirtækinu á komandi árum.

Westwood, sem var í efsta sæti heimslistans árið 2011, mun nota skó frá fyrirtækinu en aðrir kylfingar sem skrifuðu undir voru þeir Patrick Reed, Chris Wood, Si Woo Kim, Cameron Champ og Jimmy Stanger.

Reed, Wood, Champ og Stanger verða allir í fötum frá Nike frá toppi til táar en líkt og Westwood þá verður Kim einungis í skóm frá fyrirtækinu.

Þá skrifuðu þeir Alex Noren og Julian Suri undir áframhaldandi samning við Nike.


Patrick Reed.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is