Næst besti hringur Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag sjötta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Þrátt fyrir fínan hring er hún enn í slæmum málum og allt útlit fyrir að hún nái ekki að tryggja sér áframhaldandi þátttökurétt á LPGA mótaröðinni.

Ólafía er samtals á heilum 20 höggum yfir pari í mótinu og jöfn í 89. sæti. Alls komast 45 kylfingar áfram að 8 hringjum loknum og er Ólafía 12 höggum frá 45. sætinu.


Skorkort Ólafíu.

Sjöundi og næst síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og er þá síðasti möguleiki Ólafíu til að rétta úr kútnum. Takist henni að leika á 5-6 höggum undir pari á morgun á hún enn möguleika á að komast í hóp 45 efstu en miðað við spilamennsku hennar til þessa verður það að teljast ólíklegt.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is